Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2025 12:18 Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun