Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir og Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifa 24. október 2025 11:01 Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar samskipta milli eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og matvælaráðuneytisins árið 2023 var reglugerð sem gilti um blóðmerahald frá árinu 2022 felld úr gildi og starfsemin felld undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, sem innleiðir tilskipun 2010/63/EB sem felld var inn í EES samninginn árið 2014. Í formlegu áminningarbéfi ESA, í formi ítarlegrar álitsgerðar, kom fram skýr niðurstaða stofnunarinnar um að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum framangreindrar tilskipunar og ákvæðum EES samningsins með því að setja sér reglur um blóðtöku úr fylfullum hryssum og framleiðslu á PMSG hormóni. Féllust íslensk stjórnvöld í kjölfarið á að sú starfsemi falli innan gildissviðs reglugerðar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017. Nánar má lesa um ESA álitsgerðina í grein þessari frá því í maí 2023. Í dag gildir því reglugerð 460/2017 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni um starfsemina. Hins vegar hefur líftæknifyrirtækið Ísteka haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem nú er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. Nú njóta hryssurnar meiri verndar. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka sem hefur mótmælt þessu harðlega. Fyrirtækið stendur nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Tilskipunin um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, var sett til að tryggja að lifandi dýr séu aðeins notuð í verkefni sem þjóna siðferðilega réttlætanlegu og raunverulega nauðsynlegu markmiði og að engin önnur leið sé til, til að ná sama markmiði. Þegar hægt er að komast hjá því að nota lifandi dýr, á alls ekki að nota þau. Tilgangur tilskipunarinnar er því að takmarka notkun lifandi dýra og hlífa dýrum við óþarfa þjáningu. Þar sem til eru staðkvæmdarlausnir við PMSG hormónið sem hægt er að framleiða án þess að nota lifandi dýr, stenst notkun hryssa í þessu skyni hvorki lagaleg né siðferðileg viðmið. Framleiðsla og notkun PMSG hormónsins stenst heldur ekki skilyrði sem alfarið er drifinn áfram af hagrænum hvötum til að hámarka framleiðni og gróða í kjötiðnaði. Tekið er fram í tilskipuninni að hagrænn ávinningur er ekki tækur ávinningur og á ekki að hafa áhrif á ákvörðun um hvort skuli leyfa notkun lifandi dýra. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun