Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 23. október 2025 22:01 Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kvennaár 2025 á Íslandi. Fimmtíu ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður störf 24. október 1975, bæði launuð og ólaunuð, með þeim afleiðingum að samfélagið stöðvaðist. Þetta var sögulegur dagur sem vakti athygli um heim allan, breytti viðhorfum til kvenna og hvatti til lagabreytinga. En hálfri öld síðar er baráttunni ekki ennþá lokið. Þann 24. október 2023 lögðu yfir 100.000 konur og kvár niður störf aftur í annarri stærstu jafnréttisaðgerð Íslandssögunnar af þeirri ástæðu að enn búa konur við margvíslega mismunun, launamun og kynbundið ofbeldi. Ennþá eru störf sem lúta að því að sinna börnum, eldra fólki og samfélaginu minna metin en það að stjórna, byggja eða selja. Enn eru konur með 21% lægri atvinnutekjur en karlar og konur í umönnun, ræstingum og leikskólum eru með lægstu laun landsins. Þetta er ekki náttúrulögmál, þetta er afleiðing kerfisbundins vanmats og pólitísks vilja sem hefur brugðist. Kvennaár 2025 er ákall um aðgerðir. Við krefjumst þess að launakerfi verði endurskoðuð þannig að hægt sé að bera saman jafn verðmæt störf þvert á vinnustaði. Að komið verði á virku launagagnsæ, í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins. Að starfsmat sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta vanmat á kvennastörfum. Við krefjumst þess jafnframt að réttur barna til leikskóladvalar verði lögfestur strax að loknu fæðingarorlofi sem ríkið á að lengja. Eins þarf að tryggja jafnan rétt foreldra enda er það gríðarlegt jafnréttismál að feður taki fæðingarorlof sem og að einstæðir foreldrar fái rétt til töku alls orlofs. Tryggja þarf að fæðingarorlofsgreiðslur verði aldrei lægri en lágmarkslaun, ekki heldur hjá nemum og að skerðingum verði aflétt. Í dag lækka tekjur mæðra um 30–50% eftir fæðingu barns um leið og þær dreifa úr orlofinu yfir fleiri mánuði. Þær vinna gjarna hlutastörf þegar þær fara aftur á vinnumarkað og eru oft nokkur ár að ná fyrri tekjum, hins vegar hækka tekjur feðra aftur innan árs. Þetta er kerfisbundið óréttlæti sem bitnar á konum, börnum og samfélaginu öllu. Baráttan fyrir jafnrétti er krafa um réttlæti og þolinmæðin er á þrotum. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og vanmat á kvennastörfum eru birtingarmyndir sama vandans; samfélag sem metur konur og kvár ekki til jafns. Við segjum hingað og ekki lengra! Árið 2025 er runnið upp. Við krefjumst raunverulegs jafnréttis. Við höfum sannarlega beðið nógu lengi! Höfundar eru Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir leik- og grunnskólakennari
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar