Aron: Takk fyrir upplýsingarnar - þetta er bara fínt Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 11:00 Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding í Danmörku út tímabilið. Vísir/EPA „Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
„Ég var bara að klára æfingu með Kolding og hef ekkert séð. Hvernig lítur þetta út?“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi aðspurður hvernig honum litist á riðilinn sem Ísland verður í fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta sem fram fer í Póllandi. Blaðamaður tjáði Aroni að Serbar hefðu komið upp úr fyrsta styrkleikaflokki, Svartfellingar úr þeim þriðja og Ísraelsmenn úr þeim fjórða. Þannig liti riðillinn út. „Þetta er bara fínt. Þetta eru löng ferðalög og við fáum Balkanþjóðir upp úr fyrsta og þriðja potti. Þar er náttúrlega hefð fyrir góðum handbolta. Þeir eru góðir í minni hópum að vinna tveir og þrír saman og vinna með línumanni. Þarna eru líka erfiðir útivellir - sérstaklega í Serbíu. En þetta verður bara spennandi,“ sagði Aron. Serba segir hann augljóslega vera erfiðasta liðið í riðlinum en bendir á að Svartfjallaland hafi skilið Þýskaland eftir í síðustu undankeppni þannig það sé sýnd veiði en ekki gefin. Hann var feginn að komast hjá því að mæta Króötum, Dönum, Frökkum og Spánverjum. „Serbar, Slóvenar og Ungverjar voru kannski bestu kostirnir í fyrsta styrkleikaflokki. Hinar þjóðirnar eru á hærri palli en aðrar eins og staðan er í dag. Svartfjallaland er samt nokkuð sterkt lið að fá úr þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Aron en stefnan er að sjálfsögðu sett á EM. „Þetta verður erfitt verkefni en auðvitað er stefnan að komast á EM,“ sagði Aron og kvaddi. „Takk fyrir upplýsingarnar,“ sagði hann léttur í bragði að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Ísland í riðli með Serbum, Svartfellingum og Ísrael í undankeppni EM 2016 Karlalandsliðið í handbolta á fyrir höndum þrjár langar ferðir í undankeppni EM 2016 í handbolta en dregið var í dag. Serbar, Svartfellingar og Ísrael verða mótherjar Íslands. 11. apríl 2014 10:35