Hamraborgin, há og ? Hannes Friðbjarnarson skrifar 28. apríl 2014 13:48 Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi var Hamraborgin lengi vel kölluð miðbærinn, þar var hægt að finna nánast alla þá þjónustu sem bæjarfélag þurfti, matvöruverslanir, banka, bókabúð, blómabúð, veitingahús og meira að segja plötubúð. Þegar ég var ungur drengur þótti mér alltaf gaman að fara í Hamraborgina, fara í Tónborg og kaupa mér plötu með KISS eða Duran Duran á meðan mamma var í hannyrðaversluninni eða að kaupa í matinn. Kópavogur er ekki sama bæjarfélagið og það var fyrir 25 árum síðan, og Hamraborgin er ekki miðbær Kópavogs, alveg sama hverju aðrir halda fram. Hamraborgin er ekki lengur þessi miðpunktur þar sem allt var að finna, í dag er þetta staður sem maður keyrir í gegnum mjög fljótt, og í mesta lagi stekkur maður inn í búð eða kaupir bensín í einu bensínstöðinni í heiminum sem er innandyra. Á dögunum talaði Gísli Marteinn Baldursson um það að ferðamenn hefðu ekkert að sækja í Kópavog og Framsóknarmenn brugðust illa við með skrifum í fjölmiðla. Að mörgu leyti er ég sammála Gísla. Þegar ég ferðast til London, sem ég hef oft gert, dettur mér ekki til hugar að vera að eyða tíma mínum í Watford, sem er örugglega ágætt úthverfi þessarar frábæru stórborgar, en ferðamenn vilja vera miðsvæðis, í hringiðunni þar sem allt er. Ég er meira á því að við þurfum að bæta Kópavog fyrir Kópavogsbúa, gera þau svæði sem eru til nú þegar enn betri. Hvað er til ráða? Til þess Hamraborgin lifni við og verði miðbær á ný, þarf að breyta ýmsu. Það þarf að bæta aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, gera fleiri svæði græn og laða að verslunarmenn, gallerý og alla þá sem hafa einhverskonar þjónustu að bjóða. *Það eru fjölmörg bílastæði í bílastæðahúsinu í Hamraborginni og allt of mikið af plássi sem fer undir bíla utandyra, plássi sem væri hægt að nýta fyrir gangandi vegfarendur, bekki og borð, leiktæki, aðstöðu fyrir listamenn og margt fleira. Þó svo að Hamraborgin sé ekki lengur hinn svokallaði miðbær Kópavogs þá er hún samt enn þýðingarmikil fyrir íbúa bæjarfélagsins og sér í lagi þá sem búa enn í póstnúmerinu 200. Væri ekki gaman ef hægt væri að fara í Hamraborgina til að kíkja í gallerý eða skoða vinnustofur hjá listamönnum, fara í Frú Laugu og kaupa beint af bónda, kíkja í Lucky Records og skoða plötur, leyfa börnunum að leika sér á grænu svæði áður en maður sest inn á á Café Dix til að fá sér kaffi? Þeir aðilar sem enn eru að reka þjónustu í Hamraborg og hafa gert um árabil eru hugað fólk. Fólk sem greinilega trúir á staðinn og trúir á þá sem búa þarna í kring. Hamraborgin og bæjarfélagið má ekki við því að missa þessa aðila af svæðinu en ef ekkert er að gert , gefast þeir upp á endanum. Hlúum að Hamraborginni, gerum hana að vistlegu svæði þannig að hún laði að þjónustu af ýmsu tagi og umfram allt laði að íbúa Kópavogs. Hamraborgin getur verið miðbær þar sem þig langar til að eyða deginum Ég trúi á Hamraborgina.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar