Lífið

"Hún var voða næs og rosa ánægð með flúrin“

Ellý Ármanns skrifar
Ólafía Kristjánsdóttir flúraði Medinu.
Ólafía Kristjánsdóttir flúraði Medinu.
„Hún var voða næs og rosa ánægð með flúrið,“ segir Ólafía Kristjánsdóttir, 28 ára, húðflúrari á Reykjavík Ink á Frakkastíg 7 í Reykjavík sem húðflúraði dönsku söngkonuna Medinu í gær. Söngkona fékk sér eitt gat í eyra og 3 lítil húðflúr.  

Eitt af húðflúrunum sem hún fékk sér var „Mediva“ sem hún setti á úlnliðinn til heiðurs aðdáendum sínum en þeir kalla hana Medivu.   Mynd af umræddu húðflúri birti Medina á instagram síðunni sinni.

Húðflúrarinn, Ólafía, vakti verðskuldaða athygli á Íslandsmóti IFBB í fitness sem fram fór í Háskólabíó síðustu helgi en líkami hennar er húðflúraður að miklu leyti.

Ólafía starfar á húðflúrstofunni Reykjavík Ink.
Ólafía húðflúrari á pósunámskeiði fyrir Íslandsmótið í vaxtarrækt sem fram fór í Háskólabíó á dögunum.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×