Opið bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2014 15:00 Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar