Fótbolti

Juventus skoraði mikilvægt mark í Portúgal

Garay fagnar marki sínu í kvöld.
Garay fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/afp
Sevilla og Benfica standa ágætlega að vígi eftir fyrri leikina í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA. Juventus náði þó mikilvægu útivallarmarki í Portúgal.

Benfica byrjaði stórleikinn gegn Juve með miklum látum því Garay stangaði boltann í netið strax á 2. mínútu. Eina mark fyrri hálfleiks.

Þá var komið að Carlos Tevez. Hann fílfaði leikmenn Benfica í teignum og skoraði með góðu skoti. Fyrsta Evrópumark Tevez í 27 leikjum eða í rúm fimm ár.

Heimamenn gáfust ekki upp og þeir komust yfir með rosalegu marki. Varamaðurinn Lima átti þá svo fast skot frá vítateig að það var nánast með ólíkindum að boltinn færi ekki í gegnum netið.

Úrslit:

Benfica-Juventus  2-1

1-0 Ezequiel Garay (2.), 1-1 Carlos Tevez (73.), 2-1 Lima (84.).

Sevilla-Valencia  2-0

1-0 Stephane M'Bia (33.), 2-0 Carlos Bacca (35.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×