Betri þjónusta í dásamlegri Reykjavik Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. apríl 2014 11:49 Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust. Tryggja þar borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt viðamikilli þjónustukönnun Capacent hjá sextán stærstu sveitarfélögunum landsins í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti, þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins. Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað Þjónustu við borgarbúa varðar og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls. Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna. En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo eitthvað sé nefnt. Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir. Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf. Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta. Er þá bæði átti við opinbera aðila jafnt sem einkaaðila. Strax í upphafi kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið kemst á leikskólaaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber. Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim er þjónustuna skortir. Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar. Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust. Tryggja þar borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt viðamikilli þjónustukönnun Capacent hjá sextán stærstu sveitarfélögunum landsins í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti, þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins. Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað Þjónustu við borgarbúa varðar og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls. Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna. En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo eitthvað sé nefnt. Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir. Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf. Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta. Er þá bæði átti við opinbera aðila jafnt sem einkaaðila. Strax í upphafi kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið kemst á leikskólaaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber. Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim er þjónustuna skortir. Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar. Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar