Hver á skilið hvað? Ásgrímur Jónasson skrifar 9. maí 2014 22:44 Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Á forsíðu 19. tölublaðs 5. árgangs Fréttatímans er kynnt viðtal við fréttastjóra Ríkisútvarpsins undir fyrirsögninni: Fréttamenn eru engar leikbrúður. En hefur fréttastjórinn rétt fyrir sér? Á tólftu síðu skrifar fréttamaður, Jónas Haraldsson, pistil sem hann kallar Viðhorf. Fyrirsögnin er: Endurtekin verkfallsógn og undirfyrirsögn: Vegna verkfallsboðunar neyddist Icelandair til að fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á, um 4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlendra farþega. Greinarhöfundur leggur áherslu á batnandi horfur í efnahagsmálum og notar fyrri hluta greinar sinnar til þess að rökstyðja þá skoðun sína, en segir svo:Það þarf hinsvegar ekki mikið til að kúrsinn skekkist. Og Það er ekki sjálfgefið að æfintýrið haldi áfram í þágu allra, eins og minnst var á í leiðara Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti við verkfall starfsmanna flugvalla sem lamað hefði allar flugsamgöngur til og frá landinu með ómældum skaða. Greinarhöfundur virðist ekki skilja tilganginn með verkfalli. Þegar boðað er til verkfalls, hafa allar aðrar leiðir til bættra kjara, verið fullreyndar, án árangurs. Verkfallið er því neyðarráðstöfun til þess að fá greidd sanngjörn laun. Allar aðrar leiðir hafa reynst lokaðar. Og þannig er það yfirleitt. Svokallaðir atvinnurekendur eru aldrei fúsir til að að semja. Þeir eru tilbúnir til að fórna miklum peningum til að halda launum niðri og virðast yfirleitt hafa nóg af þeim til þess. Það er því í flestum tilfellum hinn svokallaði atvinnurekandi lamar alla vinnu, að öllum líkindum í þeim tilgangi að hámarka ágóða sinn. Í greininni segir Jónas Haraldsson:Þessar aðgerðir setja flugáætlun þessa burðarfélags íslenskra flugsamgangna úr skorðum. Lítill hópur, hátt launaðra manna tekur landið nánast í gíslingu, sættir sig ekki við kauphækkanir á svipuðum nótum og þorri landsmanna. Fréttamenn eru engar leikbrúður? Fréttamenn segja fréttir á hlutlausan hátt, eða hvað? Hvað gæti manni dottið í hug þegar þeir taka alltaf málstað þess sterka? Er ekki hugsanlegt að fulltrúar þessara svokölluðu atvinnurekenda sem sitja við samningaborðið hafi nokkuð rúm fjárráð, kanski þreföld meðallaun. En Jónas virðist telja vinnandi fólki nægji mislukkaðir samningar ASÍ 2,8%, og segir að með aðgerðum sínum, sendi því sú stétt sem nú á í baráttu um betri kjör, öðrum launþegum kaldar kveðjur. Hvað um þann hluta launþega sem situr gegn vinnandi mönnum við samningaborðið? Tóku þeir sér ekki launahækkun, kanski svona, allt að 500.000 krónum á mánuði, stuttu áður en kjarasamningar runnu út? (Þeir teljast sennilega ekki til þorra launþega). Gæti það hafa skekkt kúrsinn? Endurtekin verkfallsógn, Réttari fyrirsögn væri: Endurtekin þvermóðska. Icelandair neitar að semja um eðlilegar kauphækkanir. Það er órökrétt, að fyrirtæki sem hafa efni á því að greiða eigendum sínum mjög rúman arð, geti ekki greitt þeim sem skapa þennan arð, sanngjörn laun. Verkfallsboðun er ekki ógn. Hún er síðasta útspil atvinnustétta til að ná fram ásættanlegum lífskjörum. Það eru margar færar leiðir, aðrar en að halda launum í lágmarki, til þess að rétta fjárhag ríkisins við. Góð laun lyfta undir góða afkomu. Lágmarkslaun er ávísun á lágmarks framleiðslu, lágmarks gæði og lágmarks viðskipti, sem er leiðin niður á við.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar