Innlent

Vill stöðva markaðsvæðingu grunnþjónustunnar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Þorvaldur Þorvaldsson oddviti Alþýðufylkingarinnar vill gera þau fyrirtæki útlæg sem hafa það á stefnuskrá sinni að sölsa undir sig innviði samfélagsins.

„Í dag eru uppi áform um mikla markaðsvæðingu í innviðum samfélagins. Það er komið fram á sjónarsviðið fyrirtæki sem heitir Úrsus sem hefur það á stefnuskrá sinni að sölsa undir sig innviði samfélagsins. Við munum nú eftir REI-málinu og atlögunni að Orkuveitunni á þeim tíma. Við lýsum því í stefnuskrá okkar hvernig er farið að því að drekkja opinberum fyrirtækjum í skuldum til að gera þau berskjaldaðri til þess að hægt sé að taka þau yfir,“ segir Þorvaldur.

„Það er ekki langt síðan að það voru vopnuð átök í Bólivíu þegar Bechtel sem byggði álverið fyrir austan fékk einkarétt á vatnsveitum þar og ætlaði að svelta fólk til að borga. Ég vil gera svona fyriræki sem hafa þetta á stefnuskrá sinni útlæg úr samfélaginu. Þau eiga ekki rétt á sér. Fyrirtæki sem ætla að sölsa undir sig innviði samfélagsins til þess að féfletta þjóðina eiga ekki rétt á sér,“ segir Þorvaldur.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×