Innlent

Sjálfstæðismenn og óháðir bjóða fram í Vesturbyggð

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Aðsend
Sjálfstæðismenn og óháðir munu bjóða fram lista fyrir bæjarstjórnarkosningar í Vesturbyggð í vor undir merkjum D. Oddviti listans er Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Bæjarstjóraefni framboðsins er Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála-og stjórnsýslufræðingur og núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar.

Framboðið mun á næstu dögum bjóða íbúum Vesturbyggðar á stefnumót um framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið, samkvæmt tilkynningu.  Verður sú vinna nýtt við gerð stefnuskrár fyrir framboðið. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í vinnunni.

Listann skipa:

1. Friðbjörg Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri.

2. Magnús Jónsson, skipstjóri.

3. Ásgeir Sveinsson, bóndi.

4. Nanna Á. Jónsdóttir, bóndi.

5. Gísli Ægir Ágústsson, skipstjóri.

6. Halldór Traustason, málarameistari.

7. Ása Dóra Finnbogadóttir, umhverfisskipulagsfræðingur.

8. Gunnar Héðinsson, vélstjóri.

9. Jón BG Jónsson, læknir.

10. Gerður Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur.

11. Hjörtur Sigurðsson, hafnarvörður.

12. Jórunn Helgadóttir, húsfreyja.

13. Víðir Hólm Guðbjartsson, bóndi.

14. Guðmundur Sævar Guðjónsson, bílstjóri og húsasmíðameistari.

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×