Hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans 8. maí 2014 12:39 Gísli Halldór Halldórsson hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans. Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira