"One size fits all“ afleit stefna í gjaldeyrismálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 7. maí 2014 13:03 Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. Vegna haftanna mega íslensk fyrirtæki ekki stofna móður-/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríkir mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum. Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði. Sem dæmi tók það sprotafyrirtækið Clöru marga mánuði að fá undanþágu til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum og lögfræðikostnaðurinn við að millifæra 1 Bandaríkjadal út var 750.000 kr. Annað nýlegt dæmi er Skema, sem iðnaðarmálaráðherra veitti nýverið verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ og Forbes tilnefndi sem eitt af athyglisverðustu sprotafyrirtækjum heims. Félagið sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók heila átta mánuði og kostaði félagið um 1 m.kr. í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. Að fengnu leyfi til að lána erlendan gjaldmiðil innan samsteypunnar kom í ljós að til þess að það væri hægt þurfti íslenska dótturfélagið að eiga til erlendan gjaldmiðil á íslenska bankareikningnum sínum. Vitanlega átti það hann ekki til og þurfti því aftur að sækja um undanþágu til að kaupa 14,5 dali og færa 0,9 dali yfir í erlenda félagið. Það ferli er enn í gangi og ófyrirséð um kostnað þess og tíma. Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti. Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða slíkra fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir á atvinnusköpun sýna að ein mikilvægustu hjól atvinnusköpunar eru ört vaxandi sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir tilraunir til að gera innlenda fjárfestingu aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta eru þeir enn tregir til að koma inn með fjármagn og fara yfirleitt fram á að félögin flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda. Vegna haftanna mega íslensk fyrirtæki ekki stofna móður-/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríkir mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum. Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði. Sem dæmi tók það sprotafyrirtækið Clöru marga mánuði að fá undanþágu til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum og lögfræðikostnaðurinn við að millifæra 1 Bandaríkjadal út var 750.000 kr. Annað nýlegt dæmi er Skema, sem iðnaðarmálaráðherra veitti nýverið verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ og Forbes tilnefndi sem eitt af athyglisverðustu sprotafyrirtækjum heims. Félagið sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók heila átta mánuði og kostaði félagið um 1 m.kr. í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. Að fengnu leyfi til að lána erlendan gjaldmiðil innan samsteypunnar kom í ljós að til þess að það væri hægt þurfti íslenska dótturfélagið að eiga til erlendan gjaldmiðil á íslenska bankareikningnum sínum. Vitanlega átti það hann ekki til og þurfti því aftur að sækja um undanþágu til að kaupa 14,5 dali og færa 0,9 dali yfir í erlenda félagið. Það ferli er enn í gangi og ófyrirséð um kostnað þess og tíma. Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti. Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða slíkra fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar