Stóru málin komu við á Ísafirði á leiðinni um landið þar sem Lóa Pind Aldísardóttir ræddi við stjórnmálamenn og íbúa.
Samkvæmt íbúum sveitarfélagsins varða helstu kosningamálin leikskóla, knattspyrnuhöll, sundlaug og margt fleira.
Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í listans, segir að horfa ætti á svæðið sem heild þegar horfa á til uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Gísli Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bendir á að aflið í einstaklingum á svæðinu sé svo mikið. Bærinn hafi fengið tugmilljóna króna áhorfendastúku fyrir fimm milljónir vegna frumkvæði öflugra aðila á svæðinu.
Íbúar bæjarins nefna einnig ástanda gatna og gangstétta í sveitarfélaginu og segja það orðið slæmt.
Öflugir einstaklingar á Ísafirði
Samúel Karl Ólason skrifar