Daníel hættir sem bæjarstjóri Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 12:14 Ísafjörður fær nýjan bæjarstjóra vísir/pjetur Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira