Endurreisum Hótel Ísland Björn Jón Bragason skrifar 2. maí 2014 16:05 Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar