Endurreisum Hótel Ísland Björn Jón Bragason skrifar 2. maí 2014 16:05 Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar