Aldrei lagt jafn mikið í olíuleit í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2014 20:15 Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. Áður var búið að bora sjö holur við Færeyjar en aldrei fyrr hefur jafn mikið verið lagt undir og nú. Talið er að þessar tvær holur kosti milli 30 og 40 milljarða króna og áætlar Jan Müller, talsmaður olíuleitarfélaganna, að fjórir til sex milljarðar króna skili sér beint inn í færeyskt efnahagslíf.Jan Müller, framkvæmdastjóri samtaka olíuleitarfélaga í Færeyjum.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Síðast þegar borað var við Færeyjar haustið 2012 þurfti COSL Pioneer-borpallurinn að gera hlé á verkinu vegna veðurs og ölduhæðar en það hafði dregist fram á veturinn. Nú er borpallurinn West Hercules kominn á svæðið til að ljúka borun þessarar sömu holu og bæta síðan annarri við en gert er ráð fyrir að boranir taki hálft ár. Norska olíufélagið Statoil fer fyrir verkefninu en er í samstarfi við fleiri félög, þar á meðal hið bandaríska ExxonMobil og hið færeyska Atlantic Petroleum.Færeyska þjónustuskipið Sjóborg í höfninni í Rúnavík. Það annast flutninga til borpallsins.Mynd/Eli Lassen.Þjónustumiðstöð borpallsins er í Rúnavík við Skálafjörð og eru þjónustuskip í höndum Færeyinga. Þá annast færeyska flugfélagið Atlantic Airways þyrluflug með 300 manna áhöfn borpallsins. Færeyskir ráðamenn sögðu Stöð 2 í fyrra að það væri bara spurning um tíma hvenær olían fyndist og atvinnumálaráðherrann Jóhan Dahl rifjaði upp að í Noregi hafi þurft að bora yfir þrjátíu holur áður en borinn hitti loksins á olíulind.Þyrla Atlantic Airways sem ferjar starfsmenn milli borpalls og Færeyja.Mynd/Jan Müller Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: "Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál. 21. apríl 2013 18:40 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mesta og dýrasta átak til þessa til að finna olíu við Færeyjar er hafið. Borpallur er kominn í lögsögu eyjanna til að bora tvær holur sem kosta munu allt að fjörutíu milljarða króna. Áður var búið að bora sjö holur við Færeyjar en aldrei fyrr hefur jafn mikið verið lagt undir og nú. Talið er að þessar tvær holur kosti milli 30 og 40 milljarða króna og áætlar Jan Müller, talsmaður olíuleitarfélaganna, að fjórir til sex milljarðar króna skili sér beint inn í færeyskt efnahagslíf.Jan Müller, framkvæmdastjóri samtaka olíuleitarfélaga í Færeyjum.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Síðast þegar borað var við Færeyjar haustið 2012 þurfti COSL Pioneer-borpallurinn að gera hlé á verkinu vegna veðurs og ölduhæðar en það hafði dregist fram á veturinn. Nú er borpallurinn West Hercules kominn á svæðið til að ljúka borun þessarar sömu holu og bæta síðan annarri við en gert er ráð fyrir að boranir taki hálft ár. Norska olíufélagið Statoil fer fyrir verkefninu en er í samstarfi við fleiri félög, þar á meðal hið bandaríska ExxonMobil og hið færeyska Atlantic Petroleum.Færeyska þjónustuskipið Sjóborg í höfninni í Rúnavík. Það annast flutninga til borpallsins.Mynd/Eli Lassen.Þjónustumiðstöð borpallsins er í Rúnavík við Skálafjörð og eru þjónustuskip í höndum Færeyinga. Þá annast færeyska flugfélagið Atlantic Airways þyrluflug með 300 manna áhöfn borpallsins. Færeyskir ráðamenn sögðu Stöð 2 í fyrra að það væri bara spurning um tíma hvenær olían fyndist og atvinnumálaráðherrann Jóhan Dahl rifjaði upp að í Noregi hafi þurft að bora yfir þrjátíu holur áður en borinn hitti loksins á olíulind.Þyrla Atlantic Airways sem ferjar starfsmenn milli borpalls og Færeyja.Mynd/Jan Müller
Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: "Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál. 21. apríl 2013 18:40 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00
Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57
Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: "Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál. 21. apríl 2013 18:40