280 milljarða sekt fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn að stinga pening í skattaskjól 17. maí 2014 15:18 Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira