Halló, Reykjavík! Kristján Freyr Halldórsson skrifar 15. maí 2014 17:30 Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun