Bæjarandinn skiptir máli! Sigríður Sigmarsdóttir skrifar 14. maí 2014 13:37 Að búa á Seltjarnarnesi er dásamlegt. Við búum við þau forréttindi að náttúran er rétt við útidyrnar hjá okkur með öllum þeim kostum og göllum. Kostirnir eru fleiri en gallarnir og hef ég tamið mér jákvæðni í umræðunni um rokið á Seltjarnarnesi og svara ætíð þeim sem vilja heyra að „hér sé engin svifryksmengun og lognið ferðist hratt yfir á Nesinu“ (að baki þessarar fullyrðingar eru engar vísindalegar rannsóknir). Fleiri kostir fylgja því að búa á Seltjarnarnesi en það er nándin og samheldni bæjarbúa og vilji fólks til að bæta samfélagið og ekki síst bæjarandann. Ég fékk að kynnast þessum ótrúlega krafti sem býr í Seltirningum síðastliðið sumar þegar góður nágranni bað mig um að koma að skipulagi „gamla Stuðmannaballsins“. Það var auðsótt mál enda undirrituð ávallt til í skemmtilegt partý. Undirbúningshópurinn var blanda af öflugum bæjarbúum sem langaði að endurvekja partýstemmninguna á Nesinu og eru í dag orðnir hluti af mínum dásamlega vina og nágrannahóp. Undirbúningur gekk vonum framar og í undirbúningsferlinu komu upp margar skemmtilegar og á stundum fráleitar hugmyndir en allar gengu þær út á samvinnu bæjarbúa og félaga í bænum til að reisa við þennan vinsæla viðburð sem á árum áður dró að fólk allsstaðar af höfuðborgarsvæðinu.Bæjarandinn efldur Á sama tíma var verið að skipuleggja opnun á listasýningu Haraldar Sigmundssonar og fannst okkur frábært að tengja bæjarbúa saman með einhvers konar bæjarhátíð líkt og gert er víða annars staðar á landinu. Við leituðum til bæjaryfirvalda sem tóku þessum hugmyndum opnum örmum og greiddu götu okkar sem best þau gátu. Útkoman varð hin skemmtilegasta bæjarhátíð þar sem fléttað var saman menningu, íþróttum og skemmtun fyrir alla bæjarbúa. Bæjarbúar skreyttu götur í ákveðnum litum og var magnað að sjá hversu vel allir tóku þessum viðburði og hversu metnaðarfullir Seltirningar eru þegar kemur að því að prýða bæinn. Íþróttafélagið Grótta hélt sinn árlega íþróttadag þar sem saman komu iðkendur, þjálfarar og foreldrar og kepptu í ýmsum greinum. Ekki má nú gleyma sundlaugarpartýinu sem við héldum í fyrsta sinn með Zumba og vatnaboltum. Og fyrir þá sem vildu slaka á var boðið upp á lifandi tónlist. Þessi helgi samanstóð af viðburðum sem tengdu saman kynslóðir og nágranna. Og á Seltjarnarnesi blésu vindar gleði, eftirvæntingar og kátínu milli manna. Með þessu samstillta átaki tókst bæjarbúum að efla bæjarandann og gera sér glaðan dag. En hvernig tengist upphaf greinar minnar tali um partý? Jú það var brjálað veður þessa helgi. Við héldum sundlaugarpartý í nístandi norðangarra. Það var svo kalt að Zumba var dansað með húfu og vatnið flaut upp að hálsi. Umsjónarmenn Vatnabolta mættu í kuldagalla og þurftu í fyrsta skipti að festa band í boltana svo þeir fykju ekki í burtu. Bæjarbúar skreyttu göturnar í hífandi roki og rigningu svo að hætta var á útkalli hjá björgunarsveitinni. Ekki til að bjarga skreytingum heldur fólki sem klifraði í stigum og gerði sitt besta til að hengja upp borða, skraut og lýsingu. Nágrannar sameinuðust í hugmyndavinnu, skreytingainnkaupum -- og urðu til skemmtilegar hugmyndir fyrir komandi bæjarhátíðir. Ó já, það var strax farið að tala um hvernig skreytingum yrði háttað á næsta ári, hvort sundlaugarpartý væri ekki örugglega komið til að vera og hverju mætti bæta við dagskrána. Það gladdi okkar litlu hjörtu að sjá forvitna Seltirninga ganga um göturnar í hífandi roki og rigningu til að skoða skreytingar nágrannanna og jafnvel stoppa til að spjalla við fólk sem áður þekktist lítið eða ekkert. Á fundi með Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra viku seinna var ákveðið að bæjarhátíðin fengi fastan sess því bærinn hefði á vissan hátt verið vakinn af værum svefni og bæjarbúa þyrsti í meira.Mikil ánægja með búsetuskilyrði Þessi samheldni er eitt sterkasta einkenni bæjarbúa. Ekki þarf að leita lengra en nokkur ár aftur í tímann þegar fílefldar konur tóku sig til og endurvöktu Þorrablót Gróttu með þvílíkum krafti að annað eins hefur ekki sést. Aðsóknin eykst ár frá ári og nú er stóra spurningin: Hvenær verður farið með blótið inn í Íþróttahús aftur? Samheldnin er eitt mikilvægasta einkenni foreldrastarfs á Seltjarnarnesi. Sést það vel á íþróttamótum. Á stundum er spurning hvort börnin eða foreldrar skemmti sér betur. Ef hjálpar er þörf eru foreldrar boðnir og búnir til að létta undir með öðrum foreldrum því allir vita að greiðinn verður endurgoldin. Ef þú vilt láta að þér kveða þá er þér tekið opnum örmum í hverju því starfi sem þú hefur áhuga á. Þetta er samfélag sem ég vil vera hluti af. Samfélag sem vill taka höndum saman um að gera bæinn betri, virkari og síðast en ekki síst skemmtilegri. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Capacent eru 92% íbúa ánægðir með búsetuskilyrðin á Seltjarnarnesi og bærinn er með hæstu einkunn allra sveitarfélaga í könnuninni eða 4,5 af 5 mögulegum. Ég er stolt af því að búa í samfélagi með þessa einkunn og hvet alla Seltirninga til að láta rödd sína heyrast og nýta kosningarétt sinn 31. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Að búa á Seltjarnarnesi er dásamlegt. Við búum við þau forréttindi að náttúran er rétt við útidyrnar hjá okkur með öllum þeim kostum og göllum. Kostirnir eru fleiri en gallarnir og hef ég tamið mér jákvæðni í umræðunni um rokið á Seltjarnarnesi og svara ætíð þeim sem vilja heyra að „hér sé engin svifryksmengun og lognið ferðist hratt yfir á Nesinu“ (að baki þessarar fullyrðingar eru engar vísindalegar rannsóknir). Fleiri kostir fylgja því að búa á Seltjarnarnesi en það er nándin og samheldni bæjarbúa og vilji fólks til að bæta samfélagið og ekki síst bæjarandann. Ég fékk að kynnast þessum ótrúlega krafti sem býr í Seltirningum síðastliðið sumar þegar góður nágranni bað mig um að koma að skipulagi „gamla Stuðmannaballsins“. Það var auðsótt mál enda undirrituð ávallt til í skemmtilegt partý. Undirbúningshópurinn var blanda af öflugum bæjarbúum sem langaði að endurvekja partýstemmninguna á Nesinu og eru í dag orðnir hluti af mínum dásamlega vina og nágrannahóp. Undirbúningur gekk vonum framar og í undirbúningsferlinu komu upp margar skemmtilegar og á stundum fráleitar hugmyndir en allar gengu þær út á samvinnu bæjarbúa og félaga í bænum til að reisa við þennan vinsæla viðburð sem á árum áður dró að fólk allsstaðar af höfuðborgarsvæðinu.Bæjarandinn efldur Á sama tíma var verið að skipuleggja opnun á listasýningu Haraldar Sigmundssonar og fannst okkur frábært að tengja bæjarbúa saman með einhvers konar bæjarhátíð líkt og gert er víða annars staðar á landinu. Við leituðum til bæjaryfirvalda sem tóku þessum hugmyndum opnum örmum og greiddu götu okkar sem best þau gátu. Útkoman varð hin skemmtilegasta bæjarhátíð þar sem fléttað var saman menningu, íþróttum og skemmtun fyrir alla bæjarbúa. Bæjarbúar skreyttu götur í ákveðnum litum og var magnað að sjá hversu vel allir tóku þessum viðburði og hversu metnaðarfullir Seltirningar eru þegar kemur að því að prýða bæinn. Íþróttafélagið Grótta hélt sinn árlega íþróttadag þar sem saman komu iðkendur, þjálfarar og foreldrar og kepptu í ýmsum greinum. Ekki má nú gleyma sundlaugarpartýinu sem við héldum í fyrsta sinn með Zumba og vatnaboltum. Og fyrir þá sem vildu slaka á var boðið upp á lifandi tónlist. Þessi helgi samanstóð af viðburðum sem tengdu saman kynslóðir og nágranna. Og á Seltjarnarnesi blésu vindar gleði, eftirvæntingar og kátínu milli manna. Með þessu samstillta átaki tókst bæjarbúum að efla bæjarandann og gera sér glaðan dag. En hvernig tengist upphaf greinar minnar tali um partý? Jú það var brjálað veður þessa helgi. Við héldum sundlaugarpartý í nístandi norðangarra. Það var svo kalt að Zumba var dansað með húfu og vatnið flaut upp að hálsi. Umsjónarmenn Vatnabolta mættu í kuldagalla og þurftu í fyrsta skipti að festa band í boltana svo þeir fykju ekki í burtu. Bæjarbúar skreyttu göturnar í hífandi roki og rigningu svo að hætta var á útkalli hjá björgunarsveitinni. Ekki til að bjarga skreytingum heldur fólki sem klifraði í stigum og gerði sitt besta til að hengja upp borða, skraut og lýsingu. Nágrannar sameinuðust í hugmyndavinnu, skreytingainnkaupum -- og urðu til skemmtilegar hugmyndir fyrir komandi bæjarhátíðir. Ó já, það var strax farið að tala um hvernig skreytingum yrði háttað á næsta ári, hvort sundlaugarpartý væri ekki örugglega komið til að vera og hverju mætti bæta við dagskrána. Það gladdi okkar litlu hjörtu að sjá forvitna Seltirninga ganga um göturnar í hífandi roki og rigningu til að skoða skreytingar nágrannanna og jafnvel stoppa til að spjalla við fólk sem áður þekktist lítið eða ekkert. Á fundi með Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra viku seinna var ákveðið að bæjarhátíðin fengi fastan sess því bærinn hefði á vissan hátt verið vakinn af værum svefni og bæjarbúa þyrsti í meira.Mikil ánægja með búsetuskilyrði Þessi samheldni er eitt sterkasta einkenni bæjarbúa. Ekki þarf að leita lengra en nokkur ár aftur í tímann þegar fílefldar konur tóku sig til og endurvöktu Þorrablót Gróttu með þvílíkum krafti að annað eins hefur ekki sést. Aðsóknin eykst ár frá ári og nú er stóra spurningin: Hvenær verður farið með blótið inn í Íþróttahús aftur? Samheldnin er eitt mikilvægasta einkenni foreldrastarfs á Seltjarnarnesi. Sést það vel á íþróttamótum. Á stundum er spurning hvort börnin eða foreldrar skemmti sér betur. Ef hjálpar er þörf eru foreldrar boðnir og búnir til að létta undir með öðrum foreldrum því allir vita að greiðinn verður endurgoldin. Ef þú vilt láta að þér kveða þá er þér tekið opnum örmum í hverju því starfi sem þú hefur áhuga á. Þetta er samfélag sem ég vil vera hluti af. Samfélag sem vill taka höndum saman um að gera bæinn betri, virkari og síðast en ekki síst skemmtilegri. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Capacent eru 92% íbúa ánægðir með búsetuskilyrðin á Seltjarnarnesi og bærinn er með hæstu einkunn allra sveitarfélaga í könnuninni eða 4,5 af 5 mögulegum. Ég er stolt af því að búa í samfélagi með þessa einkunn og hvet alla Seltirninga til að láta rödd sína heyrast og nýta kosningarétt sinn 31. maí næstkomandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar