Hvernig er staðan? Bjarni Halldór Janusson skrifar 13. maí 2014 12:52 Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans er meirihlutinn í Reykjanesbæ fallinn og mælist aðeins með 37.1% og tapar þar með þremur mönnum í bæjarstjórn. Núverandi meirihluti lofar bæjarbúum gulli og grænum skógum og reynir að sannfæra lýðinn um að staða bæjarins sé ekkert svo slæm, á meðan andstæðingarnir andmæla þessu og segja að lífið hér sé alls engin útópía og að staðan sé í raun mjög slæm. En nú spyr ég, hvernig er staðan? Þá er ég væntanlega ekki að tala um stöðuna í ensku úrvalsdeildinni, því nú þegar titilvonir Liverpools eru úr myndinni þá ýtir sú umræða bara undir svekkelsi hjá höfundi. Ég er auðvitað að tala um allt aðra stöðu, stöðu Reykjanesbæjar. Er hún eins slæm og helstu sérfræðingar halda fram? Skoðum aðeins stöðuna sem meirihluti síðustu ára hefur nú skilið eftir sig. Látum tölurnar tala fyrir sínuGríðarlegt skuldafjall gerir stöðuna mjög slæma Núverandi staða Reykjanesbæjar er allt annað en viðunandi. Samkvæmt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna, undir forsjá Innanríkisráðuneytisins, er núverandi staða bæjarins alls ekki góð og sama segir samantekt Íslandsbanka. Þar segir að Reykjanesbær hefur verið með of mikla skuldsetningu síðustu ár og stendur rekstur ekki undir skuldum að öllu jöfnu. Um síðasta áramót var skuldahlutfall bæjarsjóðs hátt í 248% af tekjum, bæjarsjóður skuldar rúmlega 25 milljarða og samstæðan öll skuldar um 40.5 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2013. Þess má geta að ný sveitastjórnarlög tóku gildi í ársbyrjun 2012 og samkvæmt þeim má skuldahlutfall sveitarfélaganna ekki vera hærra en 150%. Nú rúmum 2 árum seinna á Reykjanesbær enn langt í land með að ná þessari tölu. Þetta gríðarlega háa skuldahlutfall gerir sveitarfélagið að einu skuldugasta sveitarfélagi landsins. Gera má ráð fyrir að 25-30% af tekjum Reykjanesbæjar ári hverju fari í að greiða niður skuldir bæjarsjóðs. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar er sérstaklega hátt í ljósi þess að skuldahlutfall allra sveitarfélaga til samans á landinu er rétt yfir 100% og því þykir skuldahlutfall Reykjanesbæjar, fyrrnefnd 248%, ansi hátt.Harmleikurinn á Suðurnesjum Ofan á það er hlutfall atvinnuleysis á Suðurnesjum um 2% hærra en á öllu landinu og samkvæmt tölum Velferðarráðuneytisins í lok árs 2013 er hlutfall heimila í vanskilum hæst á Suðurnesjum, eða um 17%. Til samanburðar er talan næstum helmingi minni á höfuðborgarsvæðinu. Meirihlutinn hefur greinilega grætt of lítið, grillað of mikið og varla gert eitthvað fyrir bæjarbúa, nema þá að velta skuldum yfir þá. Þessi óhugnanlega staða undanfarin ár er eins og grískur harmleikur og það bólar ekkert á að þeim harmleiki ljúki, alla vega ekki undir núverandi bæjarstjórn.Hvernig er svo staðan? En nú spyr ég hvernig er svo staðan eftir allt saman? Ég get alla vega orðað það þannig að ef þetta væri leikur í knattspyrnu þá væri Reykjanesbær að grúttapa. Ef manneskja stendur sig illa í starfi þá er hún rekin og ný manneskja tekur við. Það er kominn tími til að fá nýjar manneskjur til þess að stjórna bænum og síðan kemur í ljós hvort að frammistaða þeirra verður ekki bara betri, því núverandi frammistaða er allt annað en boðleg. Það er búið að sigla sveitarfélaginu í strand og staðan er mjög slæm. Kæru íbúar Reykjanesbæjar, hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæði. Ekki byggja ákvarðanatöku ykkar á því hvað ykkur er sagt að kjósa eða hvaða flokkur gefur mest í kosningabaráttunni, því atkvæði byggt á óskynsamlegri og hlutdrægri ákvarðanatöku yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun