Hugleiðingar til frambjóðenda/framboða um „Sjálfstætt líf“ að loknum kosningum 2014 Guðjón Sigurðsson skrifar 13. maí 2014 12:31 Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun