Hugleiðingar til frambjóðenda/framboða um „Sjálfstætt líf“ að loknum kosningum 2014 Guðjón Sigurðsson skrifar 13. maí 2014 12:31 Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun