Áfram Kópavogur! Karen E. Halldórsdóttir skrifar 28. maí 2014 15:00 Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun