Vaknið garðbæingar! Björt og heiðarleg framtíð Auður Hallgrímsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:56 Reynsla og þekking ásamt framtíðarsýn, skapandi hugsun, jákvæðri nálgun, heiðarleika, virðingu og kærleika gagnvart manneskjum og mannlífi er nauðsynlegt veganesti í góð stjórnmál. Ég slæst í för með Bjartri framtíð og legg með mér mikla reynslu af stjórnmálum í Garðabæ. Ég hef búið í hreppnum og bæjarfélaginu í hálfa öld, en foreldrar mínir voru frumbyggjar í bænum. Þannig hef ég þroskast með bænum mínum, séð hann fæðast, verða að unglingi og loks reyna að ná fullorðinsárum. Það hefur oft reynst erfitt við einhæfar og oft á tíðum staðnaðar aðstæður í höndum sama fólks. Á þessari þroskaför með bænum mínum hef ég lært að opin stjórnsýsla, samvinna og lýðræðisleg vinnubrögð eru lykill að mannsæmandi velferðarsamfélagi sem vill kenna sig við mennsku og menningu.UmhyggjaVið byggjum skoðanir okkar á eigin lífsreynslu- aðstæðum sem við ýmist kjósum eða örlögin úthluta okkur. Þannig hef ég eins og aðrir upplifað hvernig aldraðir garðbæingar hafa þurft að hrekjast úr bæjarfélaginu og finna skjól annarsstaðar þegar þörfin fyrir dagvistun, hjúkrun og þjónustu verður brýn. Móðir mín lést árið 2011 eftir erfiða glímu við Alzheimersjúkdóminn. Þegar hún veiktist þráði hún að eiga skjól á hjúkrunarheimili með dagvist sem bæjarfélagið hugðist reisa. Það varð aldrei og þessi aldraði garðbæingur endaði sitt æviskeið í nágrannasveitarfélagi. Margir eldri garðbæingar hafa sömu sögu að segja, enda hafa yfirvöld í bæjarfélaginu ekki sett í forgang aðbúnað við aldraða. Hið sama gildir um fatlaða íbúa Garðabæjar. Fatlaðir fá greiddan flutningsstyrk fyrir að flytja burt koma sér úr bænum, frekar en að þiggja aðstoð til að búa áfram í Garðabæ. TIl samanburðar má nefna að Garðabær á 20 íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, Reykjavík á 2200 sambærilegar íbúðir og Hafnarfjörður 400 íbúðir. Umhyggja verður að vera leiðarljós í uppbyggingu samfélags. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfaði um árabil sem slíkur. Þannig hef ég bæði skilning og þekkingu á þeim vanda sem fyrir liggur og þeim lausnum sem eru í sjónmáli.ReksturEftir farsælan feril í hjúkrun steig ég inn í vaxandi fyrirtæki maka míns í járnsmíði. Þar hef ég séð um rekstur og bókhald. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1987 hefur það stækkað og dafnað í skuldlausum rekstri, án afskrifta. Þannig hef ég orðið áratuga reynslu af farsælum fyrirtækjarekstri og hefur sú reynsla nýst afar vel við afskipti mín af stjórnmálum og rekstri Garðabæjar. Sá sem rekur fyrirtæki veit að það er þrotlaus vinna við verðmætasköpun. Það þarf að greiða góðu starfsfólki góð laun og það þarf að byggja upp innviði fyrirtækisins og endurnýja vélar. Þetta er sama vinna og sami tilgangur og ríkir í rekstri á bæjarfélagi. Það liggur vinna að baki verðmætasköpun, það þekki ég af mínum fyrirtækjarekstri. Þannig þarf að umgangast útsvar bæjarbúa af mikilli virðingu og ábyrgð svo virðisaukning þeirra fjármuna sé sem mest og best.MannræktÁhugamálin skilgreina manneskjurnar og margir flytja í Garðabæ gagngert vegna þess hve stutt er í útivistarsvæðin. Ég þekki bæjarlandið og hef nýtt það til útivistar um áratuga skeið. Daglega förum við hjónin um bæjarlandið með hundinn á göngu eða saman á hjólum. Þannig veit ég vel hve hjólastígum er ábótavant í bæjarfélaginu. Þar þarf að verða bragarbót á. Margir njóta þess að hjóla og fleiri og fleiri leggja bílnum og nýta hjólið sem samgöngutæki. Það er mannrækt í sjálfu sér. Garðabær á að vera fjölbreytt byggð fólks með mismunandi þarfir og lífsstíl. Framtíðin boðar breyttan lífstíl og samgöngur. Við verðum að bregðast við og taka þátt í þeirri þróun því það er björt framtíð.BreytingarÉg er garðbæingur í húð og hár, stofnaði hér heimili ásamt eiginmanni mínum til hartnær 40 ára. Hér höfum við alið upp börnin okkar þrjú. Þau hafa gengið menntaveginn og skilað sér heim í bæjarfélag með börnin sín. Ég hef sinnt stjórnarsetu í samtökum og sjóðum ásamt störfum í nefndum og ráðum á vegum Garðabæjar um árabil. Reynslan kennir og af henni hef ég lært að velja mér heiðarlegt fólk að vinna með, fólk með stóra og bjarta sýn fyrir fjöldann en ekki þrönga sýn fyrir fáa útvalda. Þannig hef ég líka lært að óttast ekki breytingar. Það er hollt og gott að vakna til nýs dags og nýrra ævintýra. Kæri bæjarbúi, ég býð mig fram í þriðja sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Garðabæ. Sem garðbæingur í hálfa öld, stjórnandi fyrirtækis, hjúkrunarfræðingur, móðir og amma hef ég visku og vilja til verksins. Ég bið um ykkar traust því saman óttumst við ekki breytingar en byggjum bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reynsla og þekking ásamt framtíðarsýn, skapandi hugsun, jákvæðri nálgun, heiðarleika, virðingu og kærleika gagnvart manneskjum og mannlífi er nauðsynlegt veganesti í góð stjórnmál. Ég slæst í för með Bjartri framtíð og legg með mér mikla reynslu af stjórnmálum í Garðabæ. Ég hef búið í hreppnum og bæjarfélaginu í hálfa öld, en foreldrar mínir voru frumbyggjar í bænum. Þannig hef ég þroskast með bænum mínum, séð hann fæðast, verða að unglingi og loks reyna að ná fullorðinsárum. Það hefur oft reynst erfitt við einhæfar og oft á tíðum staðnaðar aðstæður í höndum sama fólks. Á þessari þroskaför með bænum mínum hef ég lært að opin stjórnsýsla, samvinna og lýðræðisleg vinnubrögð eru lykill að mannsæmandi velferðarsamfélagi sem vill kenna sig við mennsku og menningu.UmhyggjaVið byggjum skoðanir okkar á eigin lífsreynslu- aðstæðum sem við ýmist kjósum eða örlögin úthluta okkur. Þannig hef ég eins og aðrir upplifað hvernig aldraðir garðbæingar hafa þurft að hrekjast úr bæjarfélaginu og finna skjól annarsstaðar þegar þörfin fyrir dagvistun, hjúkrun og þjónustu verður brýn. Móðir mín lést árið 2011 eftir erfiða glímu við Alzheimersjúkdóminn. Þegar hún veiktist þráði hún að eiga skjól á hjúkrunarheimili með dagvist sem bæjarfélagið hugðist reisa. Það varð aldrei og þessi aldraði garðbæingur endaði sitt æviskeið í nágrannasveitarfélagi. Margir eldri garðbæingar hafa sömu sögu að segja, enda hafa yfirvöld í bæjarfélaginu ekki sett í forgang aðbúnað við aldraða. Hið sama gildir um fatlaða íbúa Garðabæjar. Fatlaðir fá greiddan flutningsstyrk fyrir að flytja burt koma sér úr bænum, frekar en að þiggja aðstoð til að búa áfram í Garðabæ. TIl samanburðar má nefna að Garðabær á 20 íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga, Reykjavík á 2200 sambærilegar íbúðir og Hafnarfjörður 400 íbúðir. Umhyggja verður að vera leiðarljós í uppbyggingu samfélags. Ég er hjúkrunarfræðingur og starfaði um árabil sem slíkur. Þannig hef ég bæði skilning og þekkingu á þeim vanda sem fyrir liggur og þeim lausnum sem eru í sjónmáli.ReksturEftir farsælan feril í hjúkrun steig ég inn í vaxandi fyrirtæki maka míns í járnsmíði. Þar hef ég séð um rekstur og bókhald. Allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1987 hefur það stækkað og dafnað í skuldlausum rekstri, án afskrifta. Þannig hef ég orðið áratuga reynslu af farsælum fyrirtækjarekstri og hefur sú reynsla nýst afar vel við afskipti mín af stjórnmálum og rekstri Garðabæjar. Sá sem rekur fyrirtæki veit að það er þrotlaus vinna við verðmætasköpun. Það þarf að greiða góðu starfsfólki góð laun og það þarf að byggja upp innviði fyrirtækisins og endurnýja vélar. Þetta er sama vinna og sami tilgangur og ríkir í rekstri á bæjarfélagi. Það liggur vinna að baki verðmætasköpun, það þekki ég af mínum fyrirtækjarekstri. Þannig þarf að umgangast útsvar bæjarbúa af mikilli virðingu og ábyrgð svo virðisaukning þeirra fjármuna sé sem mest og best.MannræktÁhugamálin skilgreina manneskjurnar og margir flytja í Garðabæ gagngert vegna þess hve stutt er í útivistarsvæðin. Ég þekki bæjarlandið og hef nýtt það til útivistar um áratuga skeið. Daglega förum við hjónin um bæjarlandið með hundinn á göngu eða saman á hjólum. Þannig veit ég vel hve hjólastígum er ábótavant í bæjarfélaginu. Þar þarf að verða bragarbót á. Margir njóta þess að hjóla og fleiri og fleiri leggja bílnum og nýta hjólið sem samgöngutæki. Það er mannrækt í sjálfu sér. Garðabær á að vera fjölbreytt byggð fólks með mismunandi þarfir og lífsstíl. Framtíðin boðar breyttan lífstíl og samgöngur. Við verðum að bregðast við og taka þátt í þeirri þróun því það er björt framtíð.BreytingarÉg er garðbæingur í húð og hár, stofnaði hér heimili ásamt eiginmanni mínum til hartnær 40 ára. Hér höfum við alið upp börnin okkar þrjú. Þau hafa gengið menntaveginn og skilað sér heim í bæjarfélag með börnin sín. Ég hef sinnt stjórnarsetu í samtökum og sjóðum ásamt störfum í nefndum og ráðum á vegum Garðabæjar um árabil. Reynslan kennir og af henni hef ég lært að velja mér heiðarlegt fólk að vinna með, fólk með stóra og bjarta sýn fyrir fjöldann en ekki þrönga sýn fyrir fáa útvalda. Þannig hef ég líka lært að óttast ekki breytingar. Það er hollt og gott að vakna til nýs dags og nýrra ævintýra. Kæri bæjarbúi, ég býð mig fram í þriðja sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Garðabæ. Sem garðbæingur í hálfa öld, stjórnandi fyrirtækis, hjúkrunarfræðingur, móðir og amma hef ég visku og vilja til verksins. Ég bið um ykkar traust því saman óttumst við ekki breytingar en byggjum bjarta framtíð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun