Velferðarkerfi Kirkjunnar fyrir einstæðar mæður? Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:31 Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar