Reykjavíkurborg miðstöð ferðamanna á Íslandi Guðlaug Björnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:21 Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar