Halló litli villikötturinn minn* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 27. maí 2014 17:04 Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar