Komdu í kaffi og ég segi þér frá fátækum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 27. maí 2014 15:28 Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar