Aukum lýðræði og lífsgæði í Betri Garðabæ Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 27. maí 2014 19:00 Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar