Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2014 11:00 Greenpeace-félagar klifra upp á borpallinn í morgun. Mynd/Greenpeace. Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. Með þessu vilja samtökin lýsa andúð sinni á olíuleit á Norðurslóðum en borpallurinn, Transocean Spitsbergen, var á siglingu til að hefja borun þriggja olíubrunna, þeim nyrstu til þessa á heimskautasvæðum. Borsvæðið er um 350 kílómetra norðan við Hammerfest. Statoil segir í yfirlýsingu að það viðurkenni rétt manna til löglegra mótmæla og þau séu mikilvæg í lýðræðislegri umræðu um olíu og iðnaðinn. Aðgerðir af þessu tagi séu hins vegar ábyrgðarlausar og ólöglegar. Greenpeace hafi verið gerð grein fyrir þeirri hættu sem fylgi svona aðgerðum á borpalli fyrir opnu hafi. Greenpeace segir mótmælin beinast gegn norðlægustu olíuborun á heimaskautasvæði Noregs. Þetta sé 175 kílómetra frá náttúruverndarsvæði Bjarnareyjar. Olíuslys á þessum slóðum geti ógnað heimkynnum milljóna sjófugla. Grænfriðungarnir segjast vera með vistir til nokkurra daga dvalar í borpallinum en á meðan muni skip samtakanna, Esperanza, halda uppi friðsamlegum mótmælum í grennd. Statoil segir borsvæðið hafa farið í gegnum viðamikið umhverfismat og norsk stjórnvöld hafi opnað það til olíuleitar. Olíuleki sé afar ólíklegur en fyrirtækið sé jafnframt tilbúið með margvíslegar varúðarráðstafanir ef slíkt gerðist. Statoil segist áhöfn borðpallsins eiga í viðræðum við Greenpeace-félagana um borð. Samtímis stóð Greenpeace í Hollandi fyrir aðgerðum gegn rússneskum borpalli á vegum Gazprom sem er í höfn í borginni Ijmuiden en hann er á leið til olíuborana í rússneska Íshafinu. Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. 10. janúar 2014 13:15 Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. Með þessu vilja samtökin lýsa andúð sinni á olíuleit á Norðurslóðum en borpallurinn, Transocean Spitsbergen, var á siglingu til að hefja borun þriggja olíubrunna, þeim nyrstu til þessa á heimskautasvæðum. Borsvæðið er um 350 kílómetra norðan við Hammerfest. Statoil segir í yfirlýsingu að það viðurkenni rétt manna til löglegra mótmæla og þau séu mikilvæg í lýðræðislegri umræðu um olíu og iðnaðinn. Aðgerðir af þessu tagi séu hins vegar ábyrgðarlausar og ólöglegar. Greenpeace hafi verið gerð grein fyrir þeirri hættu sem fylgi svona aðgerðum á borpalli fyrir opnu hafi. Greenpeace segir mótmælin beinast gegn norðlægustu olíuborun á heimaskautasvæði Noregs. Þetta sé 175 kílómetra frá náttúruverndarsvæði Bjarnareyjar. Olíuslys á þessum slóðum geti ógnað heimkynnum milljóna sjófugla. Grænfriðungarnir segjast vera með vistir til nokkurra daga dvalar í borpallinum en á meðan muni skip samtakanna, Esperanza, halda uppi friðsamlegum mótmælum í grennd. Statoil segir borsvæðið hafa farið í gegnum viðamikið umhverfismat og norsk stjórnvöld hafi opnað það til olíuleitar. Olíuleki sé afar ólíklegur en fyrirtækið sé jafnframt tilbúið með margvíslegar varúðarráðstafanir ef slíkt gerðist. Statoil segist áhöfn borðpallsins eiga í viðræðum við Greenpeace-félagana um borð. Samtímis stóð Greenpeace í Hollandi fyrir aðgerðum gegn rússneskum borpalli á vegum Gazprom sem er í höfn í borginni Ijmuiden en hann er á leið til olíuborana í rússneska Íshafinu.
Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. 10. janúar 2014 13:15 Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57
Fimm milljónir undirskrifta gegn olíuborun og fiskveiðum í norðri Greenpeace-samtökin skýrðu frá því í dag að þau hefðu frá árinu 2012 safnað fimm milljónum undirskrifta undir kröfu um að Norðurslóðir verði varðar gegn olíuborunum og iðnaðarfiskveiðum og að svæðið umhverfis Norðurpólinn verði friðlýst sem náttúruverndarsvæði. 10. janúar 2014 13:15
Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. 12. nóvember 2013 18:45
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22
Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20