Garðabær fyrir alla? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 27. maí 2014 10:15 Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kreppan hefur komið illa niður á mörgum og þá helst þeim tekjulægstu, barnmörgu, öldruðum og öryrkjum. Flestir sérfræðingar eru sammála því að afleiðingar kreppunnar séu nú berlega að koma í ljós í formi andlegrar vanlíðunar og fleiru sem fylgir ástandi sem þessu. Fólk hefur leitað í meira mæli til félagsþjónustu og hafa öryrkjar sem eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð þar sem þeir eru með tekjur yfir viðmiðunarmörkum grunnfjárhagsaðstoðar til að mynda leitað meira til félagsþjónustu vegna erfiðleika við að mæta mánaðarlegum útgjöldum. Flestar félagsþjónustur hafa komið til móts við þá tekjulægstu í kjölfar hrunsins 2008 og meðal annars komið ákvæðum inn í reglur sveitarfélagsins um að þeir mest skuldsettu geti fengið tímabundna aðstoð til að mæta gjöldum vegna barna sinna. Um er að ræða aðstoð vegna tómstundagjalda, leikskólagjalda eða skólamáltíðum fyrir börn í grunnskólum. Flestar félagsþjónustur eru með vísitölutengda fjárhagsgrunnupphæð sem hækkar skv. henni árlega eða um hver áramót. Félagsþjónustan í Garðabæ er með eina lægstu grunnupphæð fjárhagsaðstoðar landsins eða 88.873 krónur fyrir einstaklinginn á mánuði. Til viðmiðunar er Reykjavíkurborg með 163.635 krónur fyrir einstaklinginn. Reglur um fjárhagsaðstoð hjá Garðabæ hafa ekki verið uppfærðar síðan fyrir hrun en þær voru samþykktar í bæjarstjórn þann 18. Janúar 2007. Að sama skapi var fjölskyldustefna bæjarins einnig samþykkt fyrir hrun eða 5. Júní 2008. Því er ljóst að þessi málaflokkur hefur ekki verið endurskoðaðar með tilliti til tekjulágra Garðbæinga eða þeirra sem þurfa tímabundið að leita sér aðstoðar vegna lágra tekna eða annarra ástæðna í kjölfar hrunsins. Á heimasíðu Garðabæjar er nýjasta fundargerð fjölskylduráðs dagsett 20. desember 2012. Erfitt er að segja fyrir um hversu margir sækja um fjárhagsaðstoð en er synjað þar sem þeir eru með tekjur yfir 88.873 krónur á mánuði en árið 2008 fengu 59 fjárhagsaðstoð, 72 árið 2010, 91 árið 2011 og var þá fjölgunin á milli ára 26 %. Aftur á móti lækkaði þessi tala fyrir árið 2012 en þá þáðu 81 fjárhagsaðstoð á vegum bæjarins. Það geta allir lent í því að þurfa vegna veikinda, skilnaða, atvinnuleysis eða annarra áfalla að leita tímabundið til félagsþjónustu. Ekki er til að mynda vitað til að það hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna í grunnskólunum sem ekki eru í mataráskrift, um ástæður þess að svo sé ekki. Það er skylda hvers sveitarfélags að tryggja að þetta síðasta öryggisnet sé nógu sterkt til að aðstoða þá sem á þurfa að halda með fullnægjandi hætti. Það er auglýst vel fyrir þessar kosningar að fjárhagsstaða bæjarins sé traust og því ótrúlegt að ekki sé búið að tryggja að þessi mikilvægu mál séu ekki í betri farvegi en raun ber vitni. Hvað ætli valdi ?
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun