Gerum betur í Garðabæ Einar Karl Birgisson skrifar 27. maí 2014 09:00 Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar