Hættuminni sprautunálar og neyslurými, já takk! Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 17:13 Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun