Öruggt húsnæði fyrir alla Hreiðar Eiríksson skrifar 26. maí 2014 16:04 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar