Talar Dagur gegn betri vitund? Greta Björg Egilsdóttir skrifar 26. maí 2014 15:29 Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun