Bolaflokkurinn Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2014 15:24 Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar