Ekki spenntir fyrir vindmyllum á hafi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2014 14:45 Vindmyllan við vesturströnd Noregs. Statoil/Öyvind Hagen. „Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira