Fjölskyldubærinn Garðabær Björg Fenger skrifar 26. maí 2014 12:08 Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Fenger Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun