Höldum áfram ... með trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. maí 2014 12:05 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í gegnum tíðina haldið mjög vel utan um fjármál bæjarsjóðs og er ánægjulegt að sjá hve góðu búi bæjarstjórn er að skila af sér nú í lok yfirstandandi kjörtímabils. Þessi trausta staða bæjarsjóðs byggir á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins, jafnt bæjarfulltrúa, nefndafólks, forstöðumanna stofnana og alls starfsfólks bæjarins. Þessari styrku stöðu þarf að viðhalda með áframhaldandi ráðdeild við meðferð fjármuna, skýrri fjárfestingarstefnu og vönduðum áætlunum. Grunnurinn að góðri þjónustu við bæjarbúa er traust fjárhagsstaða bæjarsjóðs.Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar 2013 skilaði bæjarsjóður umtalsverðum rekstrarafgangi og var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um tæpar 500 milljónir króna á árinu. Eigið fé Garðabæjar í árslok var um 10,8 milljarðar króna. Skuldastaða um síðustu áramót var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í undanfara sameiningar Garðabæjar og Álftaness og greiddi bæjarsjóður á árinu 2013 niður langtímaskuldir um 523 milljónir króna og fjárfesti í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.174 milljónir króna án þess að taka ný lán. Þetta geta einungis vel reknir og mjög fjársterkir bæjarsjóðir gert. Firnasterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs, sem núverandi bæjarstjórn Garðabæjar er að skila af sér um þessar mundir, er grundvöllur þess að hægt er að lækka álögur á Garðbæinga samhliða því að auka þjónustu við þá á næsta kjörtímabili.Við sjálfstæðismenn ætlum að lækka skatta á Garðbæinga Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á áframhaldandi styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins haldist áfram stöðugur og traustur. Með því viljum við halda áfram að treysta grundvöll þess að álagning opinberra gjalda í Garðabæ verði með því lægsta sem þekkist meðal sveitarfélaga. Í stefnuskrá okkar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 setjum við fram eftirfarandi stefnu í skattamálum: • Útsvar hækki ekki á kjörtímabilinu. • Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á kjörtímabilinu. Garðbæingar búa nú við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu og við munum vinna að því að svo verði áfram. Við ætlum jafnframt að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði Garðbæinga á næsta kjörtímabili, í krónum talið, enda þótt almennt fasteignamat af íbúðarhúsnæði í bænum kunni að hækka á sama tíma. Við þessi fyrirheit munum við standa, ásamt öðrum fyrirheitum sem við setjum fram í stefnuskrá okkar, ef við fáum til þess umboð kjósenda í kosningunum 31. maí næstkomandi.Höldum áfram ... að auka þjónustu við bæjarbúa Í stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem við frambjóðendur erum að bera út í öll hús í bænum um þessar mundir, er að finna rúmlega 90 fyrirheit. Með þessum fyrirheitum kynnum við fyrir bæjarbúum hvernig við hyggjumst á næstu fjórum árum halda áfram að efla hið góða samfélag í bænum með jákvæðri uppbyggingu og framsæknu hugarfari. Markmið okkar er að efla enn frekar fyrir íbúa bæjarins á öllum aldri þá umfangsmiklu þjónustu sem bæjarbúar eiga kost á hjá bæjarfélaginu sínu um þessar mundir. Loforð okkar snýst um að vinna af heilindum og að ábyrgð, ráðdeild, samkennd og metnaður fyrir hönd Garðabæjar fari saman í öllum okkar verkum á því kjörtímabili sem í hönd fer. Gunnar Valur Gíslason Verkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri, skipar 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar