Árni sendir Pólverjum bréf: „Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn“ 24. maí 2014 13:34 Árni til vinstri, bréfið til miðju og Gunnar til hægri. Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?” Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?”
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira