Eigendur skemmtiferðaskipa veðja á Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2014 16:45 Skemmtiferðaskip í kínverskri höfn. news.xinhuanet.com Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnuðu fólki í Kína fer mikið fjölgandi og ferðlög kínverja að sama skapi. Á þessu hafa eigendur skemmtiferðaskipa áttað sig og því leggja mörg þeirra nú úr höfn frá Kína. Svo hratt gerast hlutirnir í Kína nú að búist er við því að Kína verði næst stærsti markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip á eftir Bandaríkjunum strax árið 2017. Enn er vöxtur á markaði fyrir skemmtiferðaskip í Evrópu og Bandaríkjunum, en vöxturinn er miklu hraðari í Kína. Stærsta fyrirtæki heims í rekstri skemmtiferðaskipa, Carnival, sem gerir út 100 slík skip ætlar að reka 4 þeirra frá heimahöfnum í Kína á næsta ári. Annað stórt fyrirtæki í bransanum, Asian Cruise Association, væntir þess að markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Asíu muni þrefaldast fyrir árið 2020 og nær helmingur þess verði frá Kína. Royal Caribbean, sem einnig er geysistórt fyrirtæki á þessum markaði, kom mörgum á óvart um daginn er það tilkynnti um að nýjasta skip þess yrði rekið frá Kína frá og með þessum mánuði. Hingað til hafa skipafélögin helst notað eldri skip úr flota sínum til að þjóna markaðnum í Kína. Eitt af því sem að rekstraraðilum skemmtiferðaskipanna þarf að lærast varðandi framboð sitt á siglingum frá Kína er að bjóða frekar styttri ferðir en langar þar sem kínverjum er alla jafna úthlutað styttri leyfum frá vinnu en í Evrópu og Bandaríkjunum. Einnig þarf að breyta þjónustunni um borð og meðal annars að hafa sushi staði, eins og Carnival hefur nú þegar gert á einu skipa sinna. Markaðurinn fyrir skemmtiferðaskip í Ástralíu hefur einnig vaxið mjög á undanförnum árum, eða um 20% á hverju ári og eru eigendur skemmtiferðaskipa einnig að bregðast við því og gera út mörg þeirra þaðan.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira