Skilum peningunum aftur til skólanna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. maí 2014 15:38 VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
VG og félagshyggjufólk vilja að Kópavogsbær skili aftur þeim fjármunum sem teknir hafa verið frá leik- og grunnskólum bæjarins frá Hruni. Börnin okkar eiga það skilið! Framboðið mun leggja höfuðáherslu á að forgangsraðað verði í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Að fjárfesta í börnum er fjárfesting til framtíðar og til heilla fyrir samfélagið allt. Frá Hruni hefur verið skorin niður þjónusta við börn í leik- og grunnskólum Kópavogs á hverju ári. Á skólaárinu 2013- 2014 var því skorið niður í 6. Árið í röð til skólanna. Alls hafa verið teknar um 800 milljónir út úr skólakerfinu í Kópavogi. Börnin okkar bera ekki ábyrgð á Hruninu og bæjarfélag sem státar sig á góðri afkomu á að láta börnin njóta þess. Í grunnskólum hafa fjárveitingar verið skornar niður til forfallakennslu, til kaupa á námsefni, til foreldrasamstarfs (bekkjarkvöld og fleira), félagsstarfa, frímínútnagæslu, vettvangsferða, tækjakaupa og sérkennslu. Þar að auki hefur verið fjölgað í námshópum. Að skera niður til sérkennslu bitnar helst á þeim börnum sem síst skyldi. Slíkt er ekki neinu samfélagi til sóma. Mikilvægt er að snúa vörn í sókn, veita börnunum okkar aftur þá þjónustu sem þau eiga skilið og bæta aðbúnað í skólum. Til þess að Kópavogur sé samkeppnishæfur við nágrannasveitarfélögin hvað varðar þjónustu leik- og grunnskóla þarf að hlúa vel að þessum málaflokki. Það á að vera eftirsóknarvert fyrir barnafólk að búa í Kópavogi og Kópavogsbær á að vera eftirsóknarverður vinnustaður í mennta- og velferðarmálum. VGF líta svo á að sveitarfélagið sé sá aðili sem er best til þess fallinn að veita þessa þjónustu, þannig að jafnræði allra barna sé tryggt. Öll börn eiga að njóta sömu tækifæra til að þroskast og njóta hæfileika sinna. Það mun verða samfélaginu öllu til heilla þegar fram í sækir. Atkvæði greitt Vinstri VG og félagshyggjufólki Í Kópavogi tryggir forgangsröðun í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar