Í Garðabæ mega margir leggja fáa í einelti Halldór Jörgensson skrifar 23. maí 2014 10:16 Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar