Pírati talar fyrir miðstýringu Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 21. maí 2014 12:44 Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun