Reykjavík sem friðarborg Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Hreiðar Eiríksson skrifar 21. maí 2014 11:39 Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur af og til komið upp umræða um, hvort Reykjavík eigi að lýsa því yfir að hún sé herlaus borg. Sá borgarstjóri sem nú situr hefur tekið ákvörðun um að eiga ekki opinber samskipti við yfirmenn þeirra herskipa sem hafa heimsótt Reykjavíkurhöfn. Á Íslandi býr friðelskandi þjóð í herlausu landi. Við Íslendingar styðjum allt friðarstarf og höfnum beitingu vopnavalds til lausnar ágreiningi. Við viljum ekki taka þátt í hernaði og teljum að hervaldi megi aldrei beita nema í neyðartilvikum og í samræmi við alþjóðalög.Reykjavík herlaus borg.Reykjavíkurborg er herlaust svæði og hefur verið það um áratugaskeið. Þetta gerir borgina frábrugðna öðrum höfuðborgum. Hér sjást ekki hermenn gangi né nokkur merki um hernaðarumsvif. Þannig viljum við hafa það. Yfirlýsingar um að Reykjavík sé herlaus borg þjóna því aðeins táknrænum tilgangi.Hreiðar Eiríksson skipar 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.Björgunarhlutverk herskipa.Þau herskip sem hingað hafa komið á síðari tímum og lagst að Reykjavíkurhöfnum í stuttan tíma, hafa verið skip sem hafa fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tryggja öryggi sjófarenda og farsæla björgun þeirra sem lenda í sjávarháska. Í mörgum tilvikum hafa áhafnir erlendra herskipa aðstoðað Landhelgisgæslu Íslands við björgun íslenskra sjómanna og a.m.k. einu sinni hafa þau aðstoðað íslenska lögreglu við að koma í veg fyrir innflutning ólöglegra vímuefna til landsins. Þessi aðstoð skiptir okkur miklu máli, einkum eftir að Landhelgisgæsla Íslands fór að leigja tækjabúnað sinn til verkefna fjarri íslensku hafsvæði. Þessa aðstoð ber að þakka og sýna virðingu þeim sjómönnum herskipa og áhöfnum herþyrlna sem sinna þessum störfum.Samskipti borgarstjóra við stjórnendur herskipa.Friðar- og öryggismál eru á verksviði landsstjórnarinnar fremur en sveitarfélaganna. Almennt má þó segja að réttlæti, jöfnuður, velferð og jafnrétti séu grunnforsenda friðar, hvar sem er í heiminum, og að sveitarstjórnir geti því lagt sitt af mörkum með því að tryggja þessi atriði og tala fyrir þeim í erlendum samskiptum. Sveitarstjórnarmenn verða hins vegar, hver um sig, að gera það upp við sig hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum við yfirmenn herskipa sem hingað koma. B-listi Framsóknar og flugvallarvina vill sýna þeim virðingu sem eru til taks til að bjarga sjófarendum við Ísland úr sjávarháska.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar