Reykjavík er ekki neitt án ungs fólks Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Magnús Sigurbjörnsson skrifar 20. maí 2014 09:52 Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar