Nýtum kosningaréttinn okkar Berglind Vignisdóttir skrifar 31. maí 2014 14:15 Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar