Framtíðin byrjar í dag Margrét Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2014 14:06 Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun