Garðabær- fyrir okkur öll Steinþór Einarsson og Guðrún Arna Kristjánsdóttir skrifar 30. maí 2014 15:34 Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar